Vörur

Ölgerðin framleiðir, flytur inn, dreifir og selur drykkjarvörur og matvæli um allt land. Áhersla er lögð á að vörur fyrirtækisins séu fyrsta flokks og að viðskiptavinir þess geti gengið að hágæða þjónustu vísri.

Fréttir

COLLAB með bláberja- og rabarbarabragði er nýjasta viðbót COLLAB fjölskyldunnar og er komin til að vera.
Þessi nýja bragðtegund er innblásin af íslenska haustinu, enda fátt sem minnir meira á haust á Íslandi en bláber og rabarbari!

Sjá nánar
BOLI X

BOLI X mætti til leiks í byrjun júní og er þetta nettur og köttaður lagerbjór með passlegum styrk og einstöku bragði. 
Fullkominn valkostur fyrir þau sem kjósa léttari bjór, færri hitaeiningar og ekkert glúten en um leið þetta kraftmikla bragð og karakter sem einkennir BOLA. Hann er með sömu bragð- og brugggæðin og BOLI en áfengisprósentan er 4,8, kaloríurnar færri en í gamla og svo sleppir hann öllu glúteni. 

Sjá nánar
Sykurlaust MIX

Mix hefur verið elskað í fleiri áratugi af íslensku þjóðinni og nú loksins býðst sykurlaus útgáfa af þessum vinsæla drykk.

Einhvers misskilnings hefur gætt varðandi uppruna Mix, en segja má að um einhvers konar tilviljun hafi verið að ræða. Efnalaug Akureyrar, síðar Sana, framleiddi ávaxtadrykkinn Valash og eitt sinn kom ananasþykkni í stað appelsínuþykknis sem var notað í drykkinn. Þá var brugðið á það ráð að blanda ananasþykkninu við annað ávaxtaþykkni og útkoman varð Mix! Þetta var árið 1957 og fyrst nú fáum við þennan frábæra ávaxtagosdrykk sykurlausan!

Sjá nánar

Hafa samband

Hér getur þú komið á framfæri fyrirspurn, hrósi, ábendingu um gæðamál eða styrktarbeiðni. Ölgerðin hefur sett sér stefnu um meðhöndlun erinda með það að markmiði að stuðla að aukinni ánægju viðskiptavina, gagnsæi og skilvirkni. Leitast er við að svara erindum eins fljótt og hægt er og markmið Ölgerðarinnar er að svara innan 2 virkra daga frá móttöku á erindi. Vegna fjölda styrktarbeiðna tökum við aðeins á móti beiðnum sem koma í gegnum umsóknarformið hér að neðan, styrkir eru ekki afgreiddir í gegnum síma eða tölvupóst beint á starfsmenn.

SENDA INN
Subpage Theme Image
Sjálfbærni

Ölgerðin hefur mikinn metnað á sviði sjálfbærni og er markvisst að innleiða sjálfbærni í menningu fyrirtækisins. Til að ná framtíðarsýn fyrirtækisins um að verða fyrsta val viðskiptavina og neytenda þarf að huga að sjálfbærni í allri virðiskeðjunni. 

SJÁ MEIRA
VR Fyrirmyndarfyrirtæki Jafnlaunavottun BSI Vottanir LEED Vottanir