Vörur

Ölgerðin framleiðir, flytur inn, dreifir og selur drykkjarvörur og matvæli um allt land. Áhersla er lögð á að vörur fyrirtækisins séu fyrsta flokks og að viðskiptavinir þess geti gengið að hágæða þjónustu vísri.

Fréttir

Öl­gerðin ræður tvo markaðs­stjóra

Elísabet Austmann og Bergsveinn Guðmundsson hafa tekið við nýjum stöðum markaðsstjóra hjá Ölgerðinni. Elísabet hefur tekið við stöðu markaðsstjóra óáfengra drykkja og Bergsveinn markaðsstjóra áfengra drykkja.

 

Sjá nánar frétt á Visir.is 

Sjá nánar
Opnunartími um páskahátíð og sumardaginn fyrsta

Nú er farið að vora og páskarnir á næsta leiti. Við viljum minna á eftirfarandi opnunartíma og dreifingu yfir páskana og í kringum sumardaginn fyrsta. 

Ekki hika við að hafa samband ef það vakna einhverjar spurningar.

 
Mánudagur 14.4: 
Opið
Síðasti dagur fyrir viðskiptavini á landsbyggðinni 
til að panta og fá afhent fyrir páska.

 

Þriðjudagur 15.4: 
Opið
 
Miðvikudagur 16.4:
 
Opið
Síðasti dagur fyrir viðskiptavini á landsbyggðinni 
til að panta fyrir sumardaginn fyrsta.
 
Fimmtudagur 17.4 (Skírdagur): 
Lokað
 
Föstudagur 18.4 (Föstudagurinn langi): 
Lokað
 
Mánudagur 21.4 (Annar í páskum): 
Lokað
 
Þriðjudagur 22.4 
Opið
 
Miðvikudagur 23.4 
Opið
 
Fimmtudagur 24.4 (Sumardagurinn fyrsti): 
Lokað
 
Föstudagur 25.4 
Opið
 
Við óskum viðskiptavinum okkar gleðilegra páska og gleðilegs sumar.

 

Kveðja

Starfsfólk Ölgerðarinnar

 

Sjá nánar
Ný Orka RR í samstarfi við Reykjavík Roses

Orka RR er framleidd í samstarfi við Reykjavík Roses, en það er fatamerki sem var stofnað árið 2016 af hópi ein­stak­linga sem eru með ástríðu fyr­ir sköp­un á mörg­um mis­mun­andi sviðum. Síðan merkið var stofnað hef­ur það orðið að ein­hverju mun stærra eða öllu held­ur lífs­stíl sem sam­ein­ar fólk.

Reykjavík Roses hafa komið víða við og nú síðast fór fatnaðurinn í sölu í japönsku versluninni Supplier í Tokyo!

Við bjóðum Reykjavík Roses velkomin í Orku fjölskylduna. 

Sjá nánar

Hafa samband

Hér getur þú komið á framfæri fyrirspurn, hrósi, ábendingu um gæðamál eða styrktarbeiðni. Ölgerðin hefur sett sér stefnu um meðhöndlun erinda með það að markmiði að stuðla að aukinni ánægju viðskiptavina, gagnsæi og skilvirkni. Leitast er við að svara erindum eins fljótt og hægt er og markmið Ölgerðarinnar er að svara innan 2 virkra daga frá móttöku á erindi. Vegna fjölda styrktarbeiðna tökum við aðeins á móti beiðnum sem koma í gegnum umsóknarformið hér að neðan, styrkir eru ekki afgreiddir í gegnum síma eða tölvupóst beint á starfsmenn.

SENDA INN
Subpage Theme Image
Sjálfbærni

Ölgerðin hefur mikinn metnað á sviði sjálfbærni og er markvisst að innleiða sjálfbærni í menningu fyrirtækisins. Til að ná framtíðarsýn fyrirtækisins um að verða fyrsta val viðskiptavina og neytenda þarf að huga að sjálfbærni í allri virðiskeðjunni. 

SJÁ MEIRA
VR Fyrirmyndarfyrirtæki Jafnlaunavottun BSI Vottanir LEED Vottanir