Vörur
Ölgerðin framleiðir, flytur inn, dreifir og selur drykkjarvörur og matvæli um allt land. Áhersla er lögð á að vörur fyrirtækisins séu fyrsta flokks og að viðskiptavinir þess geti gengið að hágæða þjónustu vísri.
Fréttir
Collab færir þér framandi jólabragð af lakkrís og hindberjum! Collab með lakkrís- og hindberjabragði er komið í verslanir.
Rapparinn Floni er kominn með sinn eigin orkudrykk. Hann hefur nú þróað nýja bragðtegund af orkudrykk sem ber nafnið Engill. Engill vísar þar í lag af væntanlegri plötu listamannsins, Floni 3. Platan er sú fyrsta síðan árið 2019. Um er að ræða nýja bragðtegund af Orku sem þróuð var í samstarfi við tónlistarmanninn vinsæla. Drykkurinn er kominn í verslanir og er með sítrónu- og límónubragði. Flóni segir það hafi legið beinast við.
„Ég hef elskað límónubragð alveg frá því ég man eftir mér. Þess vegna byrjaði ég þar og svo gerðum við lagfæringar á uppskriftinni þar til mér fannst drykkurinn orðinn eins og ég vildi hafa hann,“ segir í fréttatilkynningu.
Von er á nýrri plötu frá rapparanum vinsæla.
Hluti af menningu ungs fólks
Floni er fyrsti tónlistarmaðurinn sem tekur þátt í gerð nýrrar bragðtegundar fyrir Orku, en myndlistarfólk hefur hannað umbúðirnar fyrir eldri bragðtegundir. Jóhannes Páll Sigurðarson, vörumerkjastjóri Orku, segir að þar á bæ hafi fólk verið spennt fyrir því að prófa nýja hluti og að Floni hafi verið eðlilegt skref í ferlinu.
„Orka vill vera hluti af menningu ungs fólks og vettvangur fyrir listsköpun og tjáningu. Floni er því hinn fullkomni listamaður til að vera í forsvari fyrir nýja bragðtegund. Hann er virkilega skapandi og er fullur af hugmyndum. Bæði hvað varðar útlit og útfærslur en líka fyrir bragðið af drykknum sjálfum.“
Floni elskar límónubragð.
Ölgerðin hefur skrifað undir viljayfirlýsingu við Reykjavíkurborg um að reisa vöru- og dreifingarmiðstöð á Hólmsheiði, auk þess að reisa vatnsátöppunarverksmiðju fyrir Iceland Spring. Nýja vöruhúsið og dreifingarmiðstöðin mun auka mjög skilvirkni í rekstri fyrirtækisins, enda hefur vöxtur fyrirtækisins um nokkurt skeið kallað á frekari uppbyggingu hvað þetta varðar. Þá mun nýtt húsnæði gera okkur kleift að setja upp nýjar framleiðslulínur í núverandi vöruhúsi.
Þá mun Ölgerðin jafnframt reisa vatnsátöppunarverksmiðju fyrir Iceland Spring á Hólmsheiði, en úflutningur vatns til fjölmargra landa hefur vaxið jafnt og þétt undanfarin ár.
„Við þurfum ekki að sækja vatnið yfir lækinn, í bókstaflegri merkingu, því vatnslind Iceland Spring er einmitt hér á þessu svæði og því stutt að sækja það áður en það heldur í langferðir á erlenda markaði. Hróður íslenska vatnsins berst æ víðar undir merkjum Iceland Spring og sala þess eykst jafnt og þétt í sífellt fleiri löndum, þökk sé m.a. gæðum vatnsins hér“, segir Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar.
Deiliskipulag fyrir svæðið verður auglýst í október og standa vonir til að hægt verði að hefja framkvæmdir fljótlega eftir að því ferli lýkur.
Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar og Einar Þorsteinsson, borgarstjóri, handsala samninginn um uppbyggingu á Hólmsheiði.
Collab færir þér framandi jólabragð af lakkrís og hindberjum! Collab með lakkrís- og hindberjabragði er komið í verslanir.
Rapparinn Floni er kominn með sinn eigin orkudrykk. Hann hefur nú þróað nýja bragðtegund af orkudrykk sem ber nafnið Engill. Engill vísar þar í lag af væntanlegri plötu listamannsins, Floni 3. Platan er sú fyrsta síðan árið 2019. Um er að ræða nýja bragðtegund af Orku sem þróuð var í samstarfi við tónlistarmanninn vinsæla. Drykkurinn er kominn í verslanir og er með sítrónu- og límónubragði. Flóni segir það hafi legið beinast við.
„Ég hef elskað límónubragð alveg frá því ég man eftir mér. Þess vegna byrjaði ég þar og svo gerðum við lagfæringar á uppskriftinni þar til mér fannst drykkurinn orðinn eins og ég vildi hafa hann,“ segir í fréttatilkynningu.
Von er á nýrri plötu frá rapparanum vinsæla.
Hluti af menningu ungs fólks
Floni er fyrsti tónlistarmaðurinn sem tekur þátt í gerð nýrrar bragðtegundar fyrir Orku, en myndlistarfólk hefur hannað umbúðirnar fyrir eldri bragðtegundir. Jóhannes Páll Sigurðarson, vörumerkjastjóri Orku, segir að þar á bæ hafi fólk verið spennt fyrir því að prófa nýja hluti og að Floni hafi verið eðlilegt skref í ferlinu.
„Orka vill vera hluti af menningu ungs fólks og vettvangur fyrir listsköpun og tjáningu. Floni er því hinn fullkomni listamaður til að vera í forsvari fyrir nýja bragðtegund. Hann er virkilega skapandi og er fullur af hugmyndum. Bæði hvað varðar útlit og útfærslur en líka fyrir bragðið af drykknum sjálfum.“
Floni elskar límónubragð.
Ölgerðin hefur skrifað undir viljayfirlýsingu við Reykjavíkurborg um að reisa vöru- og dreifingarmiðstöð á Hólmsheiði, auk þess að reisa vatnsátöppunarverksmiðju fyrir Iceland Spring. Nýja vöruhúsið og dreifingarmiðstöðin mun auka mjög skilvirkni í rekstri fyrirtækisins, enda hefur vöxtur fyrirtækisins um nokkurt skeið kallað á frekari uppbyggingu hvað þetta varðar. Þá mun nýtt húsnæði gera okkur kleift að setja upp nýjar framleiðslulínur í núverandi vöruhúsi.
Þá mun Ölgerðin jafnframt reisa vatnsátöppunarverksmiðju fyrir Iceland Spring á Hólmsheiði, en úflutningur vatns til fjölmargra landa hefur vaxið jafnt og þétt undanfarin ár.
„Við þurfum ekki að sækja vatnið yfir lækinn, í bókstaflegri merkingu, því vatnslind Iceland Spring er einmitt hér á þessu svæði og því stutt að sækja það áður en það heldur í langferðir á erlenda markaði. Hróður íslenska vatnsins berst æ víðar undir merkjum Iceland Spring og sala þess eykst jafnt og þétt í sífellt fleiri löndum, þökk sé m.a. gæðum vatnsins hér“, segir Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar.
Deiliskipulag fyrir svæðið verður auglýst í október og standa vonir til að hægt verði að hefja framkvæmdir fljótlega eftir að því ferli lýkur.
Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar og Einar Þorsteinsson, borgarstjóri, handsala samninginn um uppbyggingu á Hólmsheiði.
Hafa samband
Hér getur þú komið á framfæri fyrirspurn, hrósi, ábendingu um gæðamál eða styrktarbeiðni. Ölgerðin hefur sett sér stefnu um meðhöndlun erinda með það að markmiði að stuðla að aukinni ánægju viðskiptavina, gagnsæi og skilvirkni. Leitast er við að svara erindum eins fljótt og hægt er og markmið Ölgerðarinnar er að svara innan 2 virkra daga frá móttöku á erindi. Vegna fjölda styrktarbeiðna tökum við aðeins á móti beiðnum sem koma í gegnum umsóknarformið hér að neðan, styrkir eru ekki afgreiddir í gegnum síma eða tölvupóst beint á starfsmenn.