Sjálfbærni
Ölgerðin hefur mikinn metnað á sviði sjálfbærni og er markvisst að innleiða sjálfbærni í menningu fyrirtækisins. Til að ná framtíðarsýn fyrirtækisins um að verða fyrsta val viðskiptavina og neytenda þarf að huga að sjálfbærni í allri virðiskeðjunni. Okkar viðskiptavinir og neytendur gera kröfu um að versla við fyrirtæki sem stuðla að sjálfbærni og þau fyrirtæki búa yfir og viðhalda hæfari starfsfólki. Við ætlum að vera í framvarðasveit íslenskra fyrirtækja á sviði sjálfbærni og mæta nútímaþörfum viðskiptavina og neytenda okkar án þess að skerða möguleika komandi kynslóða að mæta þörfum sínum. Framtíðarsýn fyrirtækisins verður náð með því að leggja áherslu á fjóra strauma: sjálfbærni, vöxt, stafræna þróun og fjölbreytileika. Þannig sköpum við virði fyrir alla okkar hagaðila og verðmætasköpun til framtíðar.


Vistferilsgreining umbúða
Við finnum fyrir auknum kröfum um upplýsingagjöf til okkar viðskiptavina og viðhorf hafa breyst á síðustu árum. Þess vegna fól Ölgerðin EFLU verkfræðistofu að gera vistferilsgreiningu á hinum ýmsu umbúðum og mismunandi áhrifum þess að framleiða hér á landi eða flytja inn fullunnar vörur á umhverfið.
 010 - Copy.jpg)