Vörur

Ölgerðin framleiðir, flytur inn, dreifir og selur drykkjarvörur og matvæli um allt land. Áhersla er lögð á að vörur fyrirtækisins séu fyrsta flokks og að viðskiptavinir þess geti gengið að hágæða þjónustu vísri.

Fréttir

Nýtt Orka Orange Ink

Orka Orange Ink er komin í kæla verslana um allt land. Þessi nýja bragðtegund inniheldur D-vítamín og Sink ásamt 160mg af koffíni. Útlit dósarinnar var hannað í samstarfi húðflúrstofuna Reykjavík Ink en þar starfar listamaðurinn Chip Baskin frá Alabama sem sérhæfir sig í svokölluðum American Traditional stíl í húðflúri.

 

Sjá nánar um listamanninn Chip Baskin

Sjá nánar
Nýtt frá Öglu Gosgerð - Grænn Hlunkur

Hvað er nú á seyði? Hin góðkunna ískalda ofurhetja er mætt í fljótandi og freyðandi formi til að hrista upp í lýðnum. Í 40 ár hefur Hlunkur verið bundinn við frystikistur landsmanna en nú, í krafti samstarfs Kjöríss og Öglu Gosgerðar,lýkur hann upp kistunni og hlunkast inn á sjónarsviðið, sumargrænn og eitursvalur.

Ferðalög, útilegur og útihátíðir sumarsins krefjast þess að pláss sé fyrir Hlunk í farteskinu – annars gæti þyngst á honum
brúnin. Það er einnig þungt í honum pundið svo réttast er að minna á að það er bannað að þamba!

Sjá nánar
Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum

Hinn séríslenski orkudrykkur Orka hlaut á dögunum ein eftirsóttustu alþjóðlegu verðlaun sem veitt eru vörumerkjum ár hvert þegar Ljónið fór fram í Cannes. Það var auglýsingastofan Brandenburg sem tók á móti verðlauninum fyrir endurmörkun á drykkjarvörumerkinu sem unnin var í samstarfi við Ölgerðina. Þetta er í fyrsta skipti sem innlend fyrirtæki hljóta þessi virtu verðlaun án aðkomu erlendra auglýsingastofa.

 

Þetta eru ekki einu verðlaun verkefnisins á árinu. Orka hlaut einnig auglýsingaverðlaun fyrir endurmörkun á One Show hátíðinni í New York nokkrum vikum áður. En One Show á sér yfir 50 ára sögu og eru einnig meðal virtustu auglýsingaverðlauna í heimi. Þangað berast um 20 þús tilnefningar á ári hverju og Orka var þar á stalli meðal vörumerkja eins og Nike, Google og IKEA. Orka hefur einnig hlotið athygli innanlands, en vörumerkið hlaut Lúðurinn, íslensku auglýsingaverðlaunin fyrr á árinu.


Að sögn Jóhannesar Páls Sigurðssonar, orkumálastjóra Ölgerðarinnar þá er velgengnin ekki síst að þakka því að ungt listafólk var sett í forgrunn og útlitið byggir á myndsköpun þeirra.

 

„Endurmörkun Orku byggist á því að gefa ungu fólki vettvang og hafa frjálsar hendur í sköpun og listtjáningu. Þannig fáum við nýja listamanneskju með okkur í lið fyrir hverja nýja bragðtegund sem við sendum á markað og hver dós er auður strigi þeirrar manneskju sem við erum í samstarfi við hverju sinni. Orka er hinn upphaflegi íslenski orkudrykkur og kemur á markað árið 1998. Margir muna eftir því hvernig varan kynnti sig til leiks, en karakterinn Friðrik 2000 var þar í fyrirrúmi. Það má segja að farið hafi verið gegn hefðbundnum tóni orkudrykkja þess tíma. Nú göngum við enn lengra og erum í algjörri andstæðu við það sem hefðbundið er – sköpum tón sem er fremur í takt við nútímagildi þar harka og öfgar eru á undanhaldi. Þetta er í mjög stuttu máli það sem verið er að verðlauna okkur fyrir, þessa áru og svo útlit í takt. Við erum stolt af árangrinum og þessum verðlaunum en þetta unga listafólk sem er að hjálpa okkur með túlkunina á ekki síður heiðurinn af þeim“ segir Jóhannes Páll Sigurðarson orkumálastjóri Ölgerðarinnar í fréttatilkynningu.

 

Sjá nánar frétt á DV 28. júlí 2024

Sjá nánar

Hafa samband

Hér getur þú komið á framfæri fyrirspurn, hrósi, ábendingu um gæðamál eða styrktarbeiðni. Ölgerðin hefur sett sér stefnu um meðhöndlun erinda með það að markmiði að stuðla að aukinni ánægju viðskiptavina, gagnsæi og skilvirkni. Leitast er við að svara erindum eins fljótt og hægt er og markmið Ölgerðarinnar er að svara innan 2 virkra daga frá móttöku á erindi. Vegna fjölda styrktarbeiðna tökum við aðeins á móti beiðnum sem koma í gegnum umsóknarformið hér að neðan, styrkir eru ekki afgreiddir í gegnum síma eða tölvupóst beint á starfsmenn.

SENDA INN
Subpage Theme Image
Sjálfbærni

Ölgerðin hefur mikinn metnað á sviði sjálfbærni og er markvisst að innleiða sjálfbærni í menningu fyrirtækisins. Til að ná framtíðarsýn fyrirtækisins um að verða fyrsta val viðskiptavina og neytenda þarf að huga að sjálfbærni í allri virðiskeðjunni. 

SJÁ MEIRA
VR Fyrirmyndarfyrirtæki Jafnlaunavottun BSI Vottanir LEED Vottanir