Gildi og markmið
Fjögur gildi marka hegðun okkar og ákvarðanir
Jákvæðni:
Við erum jákvæð fyrir breytingum og finnst gaman í vinnunni.
Við erum ein liðsheild og allir leggja sitt að mörkum til að ná markmiðum fyrirtækisins.
Áreiðanleiki:
Viðskiptavinir og samstarfsaðilar geta treyst okkur.
Gæði vöru og þjónustu eru fyrsta flokks.
Hagkvæmni:
Við vinnum stöðugt að umbótum í ferlum og rekstri.
Við leitum alltaf hagkvæmustu leiða í innkaupum, fjárfestingum og rekstri.
Framsækni:
Við ætlum alltaf að vera feti framar í þjónustu nýjungum og vöruúrvali.
Við erum fljót að taka ákvarðanir og látum hlutina gerast.
Við þorumað taka áhættu og gera mistök en lærum af þeim.
Stefna Ölgerðarinnar
Mikilvægi starfseminnar og áherslur endurspeglast í stefnupíramída félagsins. Framtíðarsýn Ölgerðarinnar er að vera fyrsta val viðskiptavina og neytenda. Til þess að sú sýn verði að veruleika þurfa að eiga sér stað stöðugar umbætur til að mæta þörfum stækkandi hóps viðskiptavina.
Sífellt er leitað nýrra leiða til að efla starfsemina og ná fram meiri framleiðni með því að gera hlutina hraðar og betur en aðrir. Þetta er gert til hagsbóta fyrir viðskiptavini okkar, neytendur, starfsfólk og eigendur.