Skipurit og skipulag
Stjórn og stjórnarhættir
Stjórn fyrirtækisins skipa 5 aðalmenn, kosnir til eins árs í senn á aðalfundi. Stjórn kýs sér formann og varaformann úr hópi stjórnarmanna. Stjórnarformaður Ölgerðarinnar heitir Bogi Þór Siguroddsson. Forstjóri er Andri Þór Guðmundsson.
Stjórn Ölgerðarinnar Egils Skallagrímssonar hf. starfar eftir ákveðnum og skýrum starfsreglum. Fyrirtækið er hlutafélag og fylgir þeim lögum og reglum sem um slík félög gilda.
Undirnefndir stjórnar eru starfskjaranefnd og endurskoðunarnefnd. Framkvæmdastjórn Ölgerðarinnar er skipuð framkvæmdastjórum félagsins ásamt forstjóra.
Skipurit Ölgerðarinnar
Dótturfélög
Danól
Ölgerðin á 100% hlut í Danól. Danól er sjáfstætt sölu- og markaðsfyrirtæki sem selur matvæli og sérvöru af ýmsum toga. Áhersla er lögð á að vörur fyrirtækisins séu fyrsta flokks og að viðskiptavinir þess geti gengið að hágæða þjónustu vísri. Aðeins vörur sem Danól telur eiga þess kost að vera með þeim fremstu í sínum flokki eru settar á markað.