Sjálfbærniuppgjör

Ölgerðin hefur unnið markvisst að sjálfbærni frá árinu 2013 og hefur gefið út sjálfbærniskýrslu um stöðu og markmið síðan þá. Þetta er þriðja árið sem gefin er út UFS-skýrsla samhliða ásreikningi í samræmi við UFS-leiðbeiningar Nasdaq-kauphallarinnar, útgáfu 2 frá maí 2019. Að okkar mati sýnir skýrslan rétta og sanngjarna mynd af þessum þáttum fyrir samstæðuna og hvernig við hyggjumst ná árangri á næstu árum.

Hér er að finna sjálfbærniuppgjör Ölgerðarinnar (UFS-skýrsla):

UFS sjálfbærnimat

Ölgerðin fær góða einkunn í sjálfbærnimati Reitunnar. Fyrirtækið fær 84 stig af 100 mögulegum og kemur fram í sjálfbærnimatinu að félagið standi framarlega á íslenskum markaði.

 

Horft er til þriggja meginþátta við UFS mat; umhverfisþátta, félagsþátta og stjórnarhátta. Ölgerðin skorar hæst á umhverfisþættinum eða 89 stig. Ölgerðin hefur dregið úr beinni losun um 65% frá árinu 2016 og sett sér markmið um kolefnishlutleysi árið 2040. 

VR Fyrirmyndarfyrirtæki Jafnlaunavottun BSI Vottanir LEED Vottanir