Vörur
Ölgerðin framleiðir, flytur inn, dreifir og selur drykkjarvörur og matvæli um allt land. Áhersla er lögð á að vörur fyrirtækisins séu fyrsta flokks og að viðskiptavinir þess geti gengið að hágæða þjónustu vísri.
Fréttir
Ölgerðin hefur skrifað undir samning við Skógræktarfélag Reykjavíkur um skógrækt á hluta af jörð Skógræktarfélagsins í Lundarreykjadal. 400.000 trjáplöntur verða gróðursettar á næstu fimm árum. Samkvæmt samningum eignast Ölgerðin megnið af þeim kolefniseiningum sem til verða. Skógræktarfélag Reykjavíkur eignast skóginn sem verður útivistarskógur, opinn almenningi.
Jörðin, Lundur III, er í Lundarreykjadal í Borgarfirði og um 610 hektarar. Til stendur að rækta skóg á mestallri jörðinni. Samningurinn við Ölgerðina nær til 170 hektara. Reiknað er með að 2.500 trjáplöntur verði gróðursettar á um 160 hekturum. Alls 400.000 plöntur á næstu fimm árum. Nú er næsta skref að vinna fornleifaskráningu á svæðinu. Eftir það verður sótt um framkvæmdaleyfi og svo þarf að girða svæðið.
Í fyllingu tímans vex upp fallegur útivistarskógur þarna í Lundarreykjadal, sem einnig verður nýttur að einhverju leyti, á sjálfbæran hátt. Með samstarfi við Ölgerðina, er hægt að hefja uppgræðslu og skógrækt í Lundarreykjadal af krafti.
Gróðursetningn á svæðinu hefst líklega 2026, þó mögulega verði byrjað strax næsta haust. Gert ráð fyrir að mest verði gróðursett af stafafuru en einnig greni, ösp og birki og lerki. Mikið af landsvæðinu eru hlíðar með rýran jarðveg en stafafura stendur sig alla jafna vel í slíkum aðstæðum.
Á meðfylgjandi mynd eru:
Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, Málfríður Guðný Kolbeinsdóttir, leiðtogi sjálfbærni og starfsumhverfis hjá Ölgerðinni, Ingibjörg Karlsdóttir, leiðtogi sjálfbærni og umbóta hjá Ölgerðinni, Auður Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur og Jóhannes Benediktsson, formaður Skógræktarfélags Reykjavíkur.
Ölgerðin stefnir á að nýta græna kolsýru frá íslenska nýsköpunarfyrirtækinu Carbon Iceland og hefur skrifað undir viljayfirlýsingu þar að lútandi. Áætlanir Carbon Iceland miðast við að byrja að fanga CO2 frá álverinu á Grundartanga árið 2028. Gert er ráð fyrir að fyrirtækið muni ná að fanga meira en milljón tonn af koltvísýringi á ári og framleiða úr honum bæði umhverfisvænt eldsneyti og græna kolsýru sem nýta má í matvælaframleiðslu um leið og dregið er úr losun gróðurhúsalofttegunda.
Carbon Iceland sign an agreement with Ölgerðin, the largest beverage producer in Iceland
Collab færir þér framandi jólabragð af lakkrís og hindberjum! Collab með lakkrís- og hindberjabragði er komið í verslanir.
Ölgerðin hefur skrifað undir samning við Skógræktarfélag Reykjavíkur um skógrækt á hluta af jörð Skógræktarfélagsins í Lundarreykjadal. 400.000 trjáplöntur verða gróðursettar á næstu fimm árum. Samkvæmt samningum eignast Ölgerðin megnið af þeim kolefniseiningum sem til verða. Skógræktarfélag Reykjavíkur eignast skóginn sem verður útivistarskógur, opinn almenningi.
Jörðin, Lundur III, er í Lundarreykjadal í Borgarfirði og um 610 hektarar. Til stendur að rækta skóg á mestallri jörðinni. Samningurinn við Ölgerðina nær til 170 hektara. Reiknað er með að 2.500 trjáplöntur verði gróðursettar á um 160 hekturum. Alls 400.000 plöntur á næstu fimm árum. Nú er næsta skref að vinna fornleifaskráningu á svæðinu. Eftir það verður sótt um framkvæmdaleyfi og svo þarf að girða svæðið.
Í fyllingu tímans vex upp fallegur útivistarskógur þarna í Lundarreykjadal, sem einnig verður nýttur að einhverju leyti, á sjálfbæran hátt. Með samstarfi við Ölgerðina, er hægt að hefja uppgræðslu og skógrækt í Lundarreykjadal af krafti.
Gróðursetningn á svæðinu hefst líklega 2026, þó mögulega verði byrjað strax næsta haust. Gert ráð fyrir að mest verði gróðursett af stafafuru en einnig greni, ösp og birki og lerki. Mikið af landsvæðinu eru hlíðar með rýran jarðveg en stafafura stendur sig alla jafna vel í slíkum aðstæðum.
Á meðfylgjandi mynd eru:
Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, Málfríður Guðný Kolbeinsdóttir, leiðtogi sjálfbærni og starfsumhverfis hjá Ölgerðinni, Ingibjörg Karlsdóttir, leiðtogi sjálfbærni og umbóta hjá Ölgerðinni, Auður Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur og Jóhannes Benediktsson, formaður Skógræktarfélags Reykjavíkur.
Ölgerðin stefnir á að nýta græna kolsýru frá íslenska nýsköpunarfyrirtækinu Carbon Iceland og hefur skrifað undir viljayfirlýsingu þar að lútandi. Áætlanir Carbon Iceland miðast við að byrja að fanga CO2 frá álverinu á Grundartanga árið 2028. Gert er ráð fyrir að fyrirtækið muni ná að fanga meira en milljón tonn af koltvísýringi á ári og framleiða úr honum bæði umhverfisvænt eldsneyti og græna kolsýru sem nýta má í matvælaframleiðslu um leið og dregið er úr losun gróðurhúsalofttegunda.
Carbon Iceland sign an agreement with Ölgerðin, the largest beverage producer in Iceland
Collab færir þér framandi jólabragð af lakkrís og hindberjum! Collab með lakkrís- og hindberjabragði er komið í verslanir.
Hafa samband
Hér getur þú komið á framfæri fyrirspurn, hrósi, ábendingu um gæðamál eða styrktarbeiðni. Ölgerðin hefur sett sér stefnu um meðhöndlun erinda með það að markmiði að stuðla að aukinni ánægju viðskiptavina, gagnsæi og skilvirkni. Leitast er við að svara erindum eins fljótt og hægt er og markmið Ölgerðarinnar er að svara innan 2 virkra daga frá móttöku á erindi. Vegna fjölda styrktarbeiðna tökum við aðeins á móti beiðnum sem koma í gegnum umsóknarformið hér að neðan, styrkir eru ekki afgreiddir í gegnum síma eða tölvupóst beint á starfsmenn.