6 júlí 2024

Erna Hrund nýr verkefnastjóri útflutnings á Collab

Erna Hrund Hermannsdóttir hefur verið ráðinn verkefnastýra útflutnings á virknidrykknum Collab og verður jafnframt sölustjóri Collab á Norðurlöndunum.
Sala á Collab er hafin í Danmörku og Finnlandi og hafa móttökur verið jákvæðar, en drykkurinn hefur þegar slegið rækilega í gegn á Íslandi. Erna Hrund tekur nú við útflutningsverkefninu sem Gunnar B. Sigurgeirsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóri, og samstarfsmenn hans hófu og byggir ofan á því góða starfi sem þar hefur verið unnið.

 

Erna Hrund stundar MBA nám við Háskóla Íslands og er með diplómur í vörumerkjastjórnun og stafrænni markaðssetningu.  Hún hefur starfað hjá Ölgerðinni frá árinu 2010 og hefur sinnt starfi vörumerkjastjóra frá árinu 2016, síðustu fjögur ár hjá dótturfélaginu Danól. Hún býr að viðamikilli reynslu af vörumerkjauppbyggingu á ólíkum mörkuðum og hefur í gegnum störf sín öðlast mikla þekkingu á mörkuðum Norðurlanda.

 

„Ég tek við þessu verkefni með mikilli ánægju og ég hlakka til að takast á þær áskoranir sem bíða mín. Collab hefur fengið góðar undirtektir á þeim mörkuðum sem drykkurinn hefur verið kynntur á og þau tengsl sem ég hef myndað á Norðurlöndunum munu koma sér vel í þeirri spennandi vegferð sem bíður,“ segir Erna Hrund.
„Það er fengur að fá Ernu Hrund í þetta starf enda hefur hún sýnt í störfum sínum sem vörumerkjastjóri hjá Ölgerðinni og Danól að hún tekst á við nýjar áskoranir og verkefni af einurð og krafti. Útflutningur á Collab er rétt að byrja og

 

Erna Hrund tekur við krefjandi starfi sem ég er sannfærður um að hún á eftir að sinna vel,“ segir Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar.

 

Erna Hrund hefur þegar hafið störf sem verkefnastjóri útflutnings og sölustjóri á Norðurlöndum.

 

VR Fyrirmyndarfyrirtæki Jafnlaunavottun BSI Vottanir LEED Vottanir