9 september 2024
BOLI X mættur
BOLI X mætti til leiks í byrjun júní og er þetta nettur og köttaður lagerbjór með passlegum styrk og einstöku bragði.
Fullkominn valkostur fyrir þau sem kjósa léttari bjór, færri hitaeiningar og ekkert glúten en um leið þetta kraftmikla bragð og karakter sem einkennir BOLA. Hann er með sömu bragð- og brugggæðin og BOLI en áfengisprósentan er 4,8, kaloríurnar færri en í gamla og svo sleppir hann öllu glúteni.