4 október 2024

Floni ORKA

Rapparinn Floni er kominn með sinn eigin orkudrykk. Hann hef­ur nú þróað nýja bragðteg­und af orku­drykk sem ber nafnið Eng­ill. Eng­ill vís­ar þar í lag af vænt­an­legri plötu lista­manns­ins, Floni 3. Plat­an er sú fyrsta síðan árið 2019. Um er að ræða nýja bragðteg­und af Orku sem þróuð var í sam­starfi við tón­list­ar­mann­inn vin­sæla. Drykk­ur­inn er kom­inn í versl­an­ir og er með sítr­ónu- og límónu­bragði. Flóni seg­ir það hafi legið bein­ast við.

 

„Ég hef elskað límónu­bragð al­veg frá því ég man eft­ir mér. Þess vegna byrjaði ég þar og svo gerðum við lag­fær­ing­ar á upp­skrift­inni þar til mér fannst drykk­ur­inn orðinn eins og ég vildi hafa hann,“ seg­ir í frétta­til­kynn­ingu.

 

Von er á nýrri plötu frá rapp­ar­an­um vin­sæla.


Hluti af menn­ingu ungs fólks


Floni er fyrsti tón­list­armaður­inn sem tek­ur þátt í gerð nýrr­ar bragðteg­und­ar fyr­ir Orku, en mynd­listar­fólk hef­ur hannað umbúðirn­ar fyr­ir eldri bragðteg­und­ir. Jó­hann­es Páll Sig­urðar­son, vörumerkja­stjóri Orku, seg­ir að þar á bæ hafi fólk verið spennt fyr­ir því að prófa nýja hluti og að Floni hafi verið eðli­legt skref í ferl­inu.

 

„Orka vill vera hluti af menn­ingu ungs fólks og vett­vang­ur fyr­ir list­sköp­un og tján­ingu. Floni er því hinn full­komni listamaður til að vera í for­svari fyr­ir nýja bragðteg­und. Hann er virki­lega skap­andi og er full­ur af hug­mynd­um. Bæði hvað varðar út­lit og út­færsl­ur en líka fyr­ir bragðið af drykkn­um sjálf­um.“

 

Floni elskar límónubragð.

VR Fyrirmyndarfyrirtæki Jafnlaunavottun BSI Vottanir LEED Vottanir