13 desember 2024

Ölgerðin og Carbon Iceland skrifa undir viljayfirlýsingu um samstarf

Ölgerðin stefnir á að nýta græna kolsýru frá íslenska nýsköpunarfyrirtækinu Carbon Iceland og hefur skrifað undir viljayfirlýsingu þar að lútandi. Áætlanir Carbon Iceland miðast við að byrja að fanga CO2 frá álverinu á Grundartanga árið 2028. Gert er ráð fyrir að fyrirtækið muni ná að fanga meira en milljón tonn af koltvísýringi á ári og framleiða úr honum bæði umhverfisvænt eldsneyti og græna kolsýru sem nýta má í matvælaframleiðslu um leið og dregið er úr losun gróðurhúsalofttegunda.

 

Carbon Iceland sign an agreement with Ölgerðin, the largest beverage producer in Iceland

VR Fyrirmyndarfyrirtæki Jafnlaunavottun BSI Vottanir LEED Vottanir