9 janúar 2025
Ölgerðin hlýtur Sjálfbærniásinn 2024
Ölgerðin hlaut viðurkenningu Sjálfbærniássins 2024 þann 4. september síðastliðinn. Ölgerðin skoraði hæst í flokki framleiðslufyrirtækja á Íslandi.
Þetta er í fyrsta sinn sem viðurkenning Sjálfbærniássins er veitt, en mælikvarðinn er þróaður af rannsóknarfyrirtækinu Prósent, ráðgjafafyrirtækinu Langbrók og stjórnendafélaginu Stjórnvísi. Sjálfbærniásinn er mælikvarði sem metur viðhorf almennings til frammistöðu íslenskra fyrirtækja og stofnanna í sjálfbærni.
Við hjá Ölgerðinni erum þakklát fyrir viðurkenninguna og horfum á hana sem hvatningu til að halda áfram á þeirri vegferð sem við höfum þegar markað okkur í sjálfbærni.
UFS sjálfbærnimat Reitunnar
Ölgerðin hefur farið í gegnum UFS mat á vegum Reitunnar frá árinu 2021. Ölgerðin fær framúrskarandi einkunn í sjálfbærnimati Reitunnar fyrir árið 2023 og hefur hækkað um flokk frá fyrri árum. Ölgerðin er nú í flokk A3 sem er efsti flokkur í UFS einkunnargjöf Reitunnar.