6 febrúar 2025

90 ára afmæli Brennivíns
Morgunblaðið fjallaði um 90 ára afmæli Brennivíns á dögunum. Það er margs að minnast úr viðburðarríkri sögu og nýjasti kaflinn er ekki síst spennandi, en hann hófst með flutningi framleiðslunnar til Kveldúlfs Distillery. Þetta nýja eimingarhús er starfrækt innan vébanda Ölgerðarinnar og státar af fullkomnum tækjabúnaði sem er sérsmíðaður hjá Arnold Holstein í Þýskalandi. Þá hafa umbúðir Brennivíns verið uppfærðar þótt útlitið sé að sjálfsögðu í takt við 90 ára sögu afmælisbarnsins.