7 apríl 2025

Ný Orka RR í samstarfi við Reykjavík Roses
Orka RR er framleidd í samstarfi við Reykjavík Roses, en það er fatamerki sem var stofnað árið 2016 af hópi einstaklinga sem eru með ástríðu fyrir sköpun á mörgum mismunandi sviðum. Síðan merkið var stofnað hefur það orðið að einhverju mun stærra eða öllu heldur lífsstíl sem sameinar fólk.
Reykjavík Roses hafa komið víða við og nú síðast fór fatnaðurinn í sölu í japönsku versluninni Supplier í Tokyo!
Við bjóðum Reykjavík Roses velkomin í Orku fjölskylduna.